HEILSURANNSÓKN

Íslensk erfðagreining hefur hleypt af stokkunum nýrri og viðamikilli rannsókn á áhrifum erfða á heilsu. Þátttakendur fá valdar niðurstöður úr eigin mælingum og stuðla um leið að aukinni þekkingu á orsökum sjúkdóma.

Heilsurannsokn.is Íslensk erfðagreining deCODE - Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna

HVERS VEGNA HEILSURANNSÓKN?

Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvernig erfðir hafa áhrif á heilsu. Með því að safna upplýsingum um heilsufar og bera saman við erfðaefnið er hægt að komast nær áhættuþáttum og orsökum sjúkdóma. Slík þekking getur leitt til nýrra leiða til að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma.

HVERJIR TAKA ÞÁTT?

Boð um þátttöku í Heilsurannsókninni eru send völdum einstaklingum sem hafa áður verið með í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og bera ef til vill eintak af erfðabreytileikum sem kunna að hafa áhrif á starfsemi líkamans. Ættingjum þátttakenda kann einnig að verða boðið.

Öllum landsmönnum, 18 ára og eldri, er líka frjálst að skrá sig til þátttöku.

Heilsurannsokn.is Íslensk erfðagreining deCODE - Turninn Kópavogi

HVAR?

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna (ÞR) sér um skipulag og samskipti við þátttakendur. ÞR er til húsa  í Turninum, Smáratorgi 3, fjórðu hæð, Kópavogi. Símanúmerið þar er 520-2800.

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna | Turninn, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, 4. hæð. | Sími 520 2800. Opið alla virka daga frá kl. 8-16.