HEILSURANNSÓKN

Í heilsurannsókn Íslenskrar erfðagreiningar eru rannsökuð tengls erfða-, umhverfis og heilsu.  Þátttakendur fá valdar niðurstöður úr eigin mælingum og stuðla um leið að aukinni þekkingu á orsökum sjúkdóma.

 

Heilsurannsokn.is Íslensk erfðagreining deCODE - Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna

HVERS VEGNA HEILSURANNSÓKN?

Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvernig erfðir og umhverfi hafa áhrif á heilsu. Með því að safna upplýsingum um heilsufar og bera saman við erfðaefnið er hægt að komast nær áhættuþáttum og orsökum sjúkdóma. Slík þekking getur leitt til nýrra leiða til að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma.

HVERJIR TAKA ÞÁTT?

Einstaklingum sem hafa áður tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar Erfðagreiningar og ættingjum þeirra er boðin þáttaka.

 

Heilsurannsokn.is Íslensk erfðagreining deCODE - Turninn Kópavogi

HVAR?

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna (ÞR) sér um skipulag og samskipti við þátttakendur. ÞR er til húsa  í Turninum, Smáratorgi 3, fjórðu hæð, Kópavogi. Símanúmerið þar er 520-2800.

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna | Turninn, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, 4. hæð. | Sími 520 2800. Opið alla virka daga frá kl. 8-16.